Thursday, December 2, 2010

Giving thanks


When Steve and Erna found out when we were due to arrive in New York they invited us to come spend Thanksgiving with them, an offer too good to refuse. We hopped a Chinatown bus on the Wednesday afternoon. The trip was not as quick and pleasant as our trip on Bolt bus last time around but after a stopover in the outskirts of Baltimore we got off in front of the arena in the centre of DC just as a hockey game ended, meaning we had plenty of company on the late night metro ride. Of course you couldn't find nicer hosts than Steve and Erna and it was so nice to see them again. They had a stunning meal prepared on our return and we had a great night recounting some stories from our many adventures.



For Thanksgiving Steve, Erna, and the family head around to their friends house, and we were invited to tag along. The party had all the classic ingredients for a traditional American Thanksgiving, at least according to our hosts. There were family members who had flown in from afar and of course a lot of turkey, stuffing, and sweet potato pie. Although Bjarki had previously had a taste of Thanksgiving in the US when he went to college in Florida, this was Arna's first experience of traditional extreme overeating. Sort of like Icelandic Christmas but without the presents. Having the meal in the afternoon also means that Americans can go back for seconds, and thirds, later in the evening.

Our final day in DC was spent relaxing with Erna and Steve,

Our two visits to DC were the perfect way to bookend our trip.

Wednesday, December 1, 2010

The big friendly apple


Back to the big apple. As soon as we arrive at JFK we start piling on all our clothes that have been at the bottom of our backpacks since we left Xela and instantly remember why when we arrive on the outdoor subway platform on our way to Manhattan. The air is chilly but fresh and still. Svenni ducks out of a bar on 4th Avenue to hand us keys so we can get into the spare bedroom he has once again been kind enough to lend us. When our backpacks are off our backs we head straight back out to grab some asian food.

Svenni's Street

After almost six months of new places, people and experiences New York almost feels eerily familiar. Especially since neither of us has spent more than a week at a time there. Several factors make it almost feel like home though. Factors that we have begun to appreciate. Always knowing where we are and how to get to and from everywhere. Speaking the language. Knowing if we are being ripped off. And if we're being too stingy.
Brooklyn

The amazing location of Svenni's place means that we spend our days browsing the city on foot, finding amazing bagels on 5th avenue (our breakfast for every day afterwards), grabbing some christmas presents, and soaking up the unique atmosphere of New York City: simultaneously hectic and easy going.


We also met up with some old friends, never tiring of telling travel tales and sharing good times. Lunch with Lloyd at a bistro owned by a charismatic scotsman and dinner and a show with Tim, Roberta and friends at a Puerto Rican restaurant come nightclub. Our tourist ventures put to one side as we edge closer to normality.

Sunday, November 28, 2010

Tropical finale

Isla Mujeres

Say what?
Our last stop in Mexico before starting our homeward journey was Isla Mujeres, just outside Cancun. Cancun is only a short bus ride up the coast from Playa del Carmen but it's not a fun journey. Sure the bus is nicer than the ones we've been getting used to but by now we are in tourist central and we don't pass anything of interest, only endless hotels and resorts. Towards the end of the route we enter the urban centre of Cancun and is not pretty. There is some interesting architecture but it has long since been overrun with billboards, neon lights, and all the worst traits of urbanisation. We jump off our bus and immediately find another bus stop so we can head to the ferry to Isla Mujeres. The boat trip is short but we enjoy some touristy versions of traditional Mexican music on the open deck before it starts raining.

Síðasti viðkomustaðurinn okkar í Mexíkó áður en við fórum að halda heim á leið var Isla Mujeres, eyja rétt fyrir utan Cancun. Rútuferðin milli Playa del Carmen og Cancun er ekki löng en hún er heldur ekki skemmtileg. Rútan var jú skárri en þær sem við vorum orðin vön en nú erum við komin í hjarta túrismans og útum gluggana á rútunni sjáum við ekkert nema endalaus hótel og skemmtigarða. Í lok ferðarinnar komum við í miðborg Cancun og hún er ekki fögur. Það er eitthvað af fallegum byggingum en þær eru löngu horfnar í urmul auglýsinga- og ljósaskilta og allt það versta við borgarvæðinguna. Við stökkvum úr rútunni og finnum okkur næstu stoppistöð svo við getum skellt okkur í ferjuna til Isla Mujeres. Bátsferðin er stutt en við náum að njóta nokkurra ferðamannavæddra Mexíkóskra laga á opnu dekki bátsins áður en það fer að rigna.



On Isla we are greeted with another chaotic scramble for tourist money but we quickly meander our way through and start hiking our way to the hostel we had spotted in our trusty Lonely Planet guide. The island is only about 500m wide at its northern tip where the ferry docks are and the Poc-Na hostel is therefore luckily only a 10 minute walk away, even if it is on the islands eastern coast. It is slightly larger than most hostels we had patronised but the atmosphere is friendly and its location away from the hub of tourism activity gives it a tranquil feel, remarkably close to the more traditional tourist area. A reasonably good restaurant, a friendly staff and the somewhat secluded beach garden meant that we enjoyed our time there without being overly active.

Á Isla tók á móti okkur venjubundin hasar þegar heimamenn gera sitt besta til þess að ná í eitthvað af peningunum sem þeir vita að túristarnir bera með sér en við smokrum okkur í gegnum þvöguna og röltum í átt að hosteli sem við fundum í ómissandi Lonely Planet bókinni okkar. Eyjan er bara um það bil 500m breið á norðurendanum þar sem ferjuhöfnin er og röltið á Poc-Na hostelið tók þess vegna bara sirka 10mín, þó svo það sé á austurströnd eyjarinnar. Það er svolítið stærra en flest hostelin sem við höfum heimsótt en andrúmsloftið er vinalegt og staðsetningin, aðeins frá mesta túristastraumnum, veldur því að þar er rólegt þó svo stutt sé í hefðbundinn túrisma með öllum sínum truflunum. Þar er líka þokkalegur veitingastaður, vinalegt starfsfólk og tiltölulega afgirt strandsvæði svo við eyddum tíma okkar þar á frekar rólegan hátt.

We didn't just lay about in the beach hammocks though. We explored the length of the island on rented bikes, a great way to get around on the relatively long and flat island. The southern tip is slightly hilly but worth the bike ride to see the local neighbourhoods and the lighthouse right on the tip. We saved ourselves the admission fee though since we were more interested in the lizards lazing about on the surrounding walls. On the way we also stopped by a quirky local aquarium to check out some tropical fish and turtles of all sizes. One striking feature of the island is the stark contrast between the luxurious vacation homes owned by rich Mexicans and foreigners and the shacks where locals live. Often the two are only separated by 50 metres so the vast gap cannot be missed.

Við héngum samt ekki bara í hengirúmum. Við skoðuðum eyjuna endana á milli á leigðum hjólum, frábær leið til þess að ferðast um tiltölulega langa og flata eyjuna. Suðurendinn er reyndar tiltölulega hæðóttur en þess virði að hjóla um og skoða hverfin þar sem heimamenn búa og vitann á bláendanum sjálfum. Við spöruðum okkur samt aðgangseyrinn því við höfðum meiri áhuga á eðlunum sem sóluðu sig á veggjunum í kring. Á leiðinni suður eftir eyjunni heimsóttum við líka skemmtilegt lítið sædýrasafn þar sem við skoðuðum hitabeltisfiska og skjaldbökur af öllum stærðum. Eitt sem er mjög eftirtektarvert á eyjunni er hinn gríðarlegi munur á milli glæsilegra sumarhúsa ríkra Mexíkóa og útlendinga og kofanna sem heimamenn búa í. Oft eru ekki nema 50m á milli og munurinn er því ennþá augljósari.


 We also took our last chance to go snorkling in Isla. We booked a trip in our hostel and hopped on a boat with several other tourists to reach the coral reef off the west coast of the island. Unlike Caye Caulker, where we snorkled in water shallow enough to stand and rest between dives, the water was about 4 metres deep and we got a flotation belt along with our goggles and snorkle. The depth seems to allow the fish more space to grow as we mostly saw the same types of fish as before, only they were about ten times larger. A strong current carried us along the reef and a guide made sure we kept heading in the right direction. After our second session in the water Bjarki had enough and threw up overboard. This has become standard procedure during snorkling excursions.

Við nýttum líka síðasta tækifærið okkar til þess að snorkla á Isla. Við bókuðum ferð á hostelinu okkar og stukkum um borð í lítinn bát ásamt nokkrum öðrum túristum til þess að komast að kóralrifinu rétt utan við vesturströnd eyjarinnar. Ólíkt Caye Caulker, þar sem við snorkluðum í sjó sem er nógu grunnur til þess að standa og hvíla sig á milli þess sem við köfuðum, þá var sjórinn sirka 4m djúpur og við fengum flotbelti ásamt gleraugum og öndunarpípu. Aukin dýpt virðist gefa fiskunum meira rými til þess að stækka því við sáum að mestu sömu tegundir og við vorum búin að sjá, nema þeir voru svona tíu sinnum stærri. Sterkur straumur bar okkur meðfram rifinu og leiðsögumaður sá til þess að við stefndum í rétta átt. Eftir seinna skiptið okkar í sjónum þá var Bjarki búinn að fá nóg og ældi yfir borðstokkinn. Sem er orðið hefðbundið í þessum snorkl ævintýrum okkar.

Included in our trip was a lunch where we got to taste some of the fish we might have been admiring earlier. Apparently Icelandic whale-watching is not the only place where you admire animals before eating them. The seaside restaurant was a perfect way to relax after some hard work in the water. The meal great for filling up on if the ocean doesn't quite agree with you. There was also a small pen in the shallow water by the restaurant where the locals had trapped small sharks for our enjoyment.

Hádegisverður var innifalinn í ferðinni og þar fengum við að smakka á fiskum sem við vorum mögulega að skoða rétt áður. Það er greinilega ekki bara í íslenskri hvalaskoðun sem maður dáist fyrst að dýrunum og borðar þau svo. Veitingastaðurinn við ströndina var fullkominn til þess að slappa af eftir puðið í sjónum. Máltíðin var líka fullkomin til þess að fylla á tankinn fyrir þá sem eiga ekki alveg samleið með sjónum. Það var líka smá kví í grunnum sjónum við veitingastaðinn þar sem heimamenn höfðu fangað nokkra litla hákarla okkur til skemmtunar.

Most of our afternoons on Isla were spent in the aforementioned hammocks or playing a little tennis on the beach. Bjarki also managed to find his way into a daily pick-up game of beach volleyball that even continued into the night with the aid of lights. Arna, meanwhile, made sure the masseurs at the hostel were kept busy and their pockets filled.

Flestum eftirmiðdögunum okkar á Isla eyddum við í áðurnefndum hengirúmum eða að spila smá tennis á ströndinni. Bjarki kom sér líka inní daglegann strandblaksleik sem lauk yfirleitt ekki fyrr en eftir sólsetur þökk sé ljósum í pálmatrjánum. Á meðan sá Arna til þess að nuddararnir á hostelinu höfðu nóg að gera og fóru ekki tómhentir heim.


After several days of this relaxing lifestyle it was time to start heading to colder climates. We decided to leave for Cancun the day before our flight to make getting to the airport a little less stressful. A wise decision it turned out since we forgot our laptop charger on Isla and Bjarki had to wake up extremely early the morning of our flight to catch the ferry back and forth while Arna finished packing. A stroll in downtown Cancun the previous night was relaxing but the atmosphere was kind of odd such a short distance away from the wild distractions of the hotel district. The town square was almost like an island of local flavour, surrounded by an ocean of generic tourist monotony. Leaving Central America we feel both a hint of sadness but also some relief. The constant unknowns are what fascinates but they are also what can make traveling slightly exhausting.

Eftir nokkra daga af þessum afslappaða lífsstíl þá var kominn tími til að halda í kaldara loftslag. Við ákváðum að halda til Cancun kvöldið áður en við áttum flug til New York svo það væri minna stress á leið á flugvöllinn. Það reyndist vera góð ákvöðru því við gleymdum hleðslutækinu fyrir fartölvuna á Isla og Bjarki þurfti að vakna eldsnemma morguninn sem við flugum og taka ferjuna fram og til baka á meðan Arna kláraði að pakka. Við fengum okkur þægilegan göngutúr í miðborg Cancun kvöldið áður en andrúmsloftið þar er einkennilegt svona stutt frá hasarnum og glamúrnum á hótelsvæðinu við ströndina. Torgið er eins og eyja af Mexíkóskum raunveruleika, umkringt einsleitum túrisma. Við finnum fyrir smá leiða við það að fara frá Mið-Ameríku en líka örlitlum létti. Endalausar nýjungar og óvissa er það sem heillar en það er líka það sem getur gert ferðalaug svolítið lýjandi.

Saturday, November 27, 2010

Little America

Playa del Carmen is only an hour along the coast from Tulum. We took a first class bus, meaning air-conditioning and a movie (albeit in Spanish), since it was only two dollars more and it saved us waiting an hour for the next one. As we entered Playa we started to realize that we were now entering the most American-influenced area in Mexico. McDonalds and Wal-Mart signs passed by the bus windows and even the local signs were in English. Even our hostel, the Playa, was across the street from a Wal-Mart store. The hostel was great though. We got a private room on the second floor, only accessible by a bamboo platform that Arna wasn't all that keen on. There was a massive common area and a great kitchen where we cooked our catch of the day from Wal-Mart.

Playa del Carmen er bara í klukkutíma fjarlægð frá Tulum. Við tókum fyrsta flokks rútu á milli, sem þýddi loftkælingu og og bíómynd (reyndar á spænsku), þar sem það kostaði bara tvö hundruð krónum meira og sparaði okkur klukkutíma bið eftir ódýrari rútu. Þegar við komum inn í Playa þá áttuðum við okkur á því að við værum komin á þann hluta Mexíkó sem er undir mestum áhrifum frá Bandaríkjunum. McDonalds og Wal-Mart skilti þutu framhjá rútunni og meira að segja heimagerð skilti voru öll á ensku. Það var meira að segja Wal-Mart verslun hinum megin við götuna frá Playa hostelinu þar semvið gistum. Hostelið var samt frábært. Við fengum okkar eigin herbergi á annari hæð. Þangað var bara hægt að komast eftir stigapalli úr bambus sem Örnu fannst síður en svo traustvekjandi. Þarna var líka stórt samverusvæði og frábært eldhús þar sem við gátum eldað bráð dagsins úr Wal-Mart.
Christmas is coming to Central America/Jólin að koma í Mið-Ameríku
The pace of our travels had slowed down significantly by this time. We slept late every day and didn't really do much while in Playa. Some days we strolled along the beach or along the pedestrian street at the heart of town. There wasn't really much to see though except for a beach that could have been anywhere and endless souvenir stores with a peppering of international chains. We did take advantage of the good weather on the beach and bought ourselves a tennis set since we are way to impatient to lie for a long time and just sunbathe. After some tough tennis we also treated ourselves to a massage on the beach in the slight afternoon breeze.

Á þessum tímapunkti hafði dregið verulega úr hraðanum á ferðalaginu okkar. Við sváfum út á hverjum degi og gerðum svo sem ekki mikið af merkilegum hlutum á meðan við stoppuðum í Playa. Suma daga röltum við eftir ströndinni eða spókuðum okkur á göngugötunni í miðbænum. Í Playa er svo sem ekki mikið að sjá nema strönd sem gat verið hvar sem er, endalausar lengjur af minjagripabúðum og inn á milli leyndust útibú af alþjóðlegum keðjubúðum. Við nutum góða veðursins á ströndinni og keyptum okkur tennis sett því við erum alltof óþolinmóð til þess að liggja lengi kyrr og sóla okkur. Eftir einn strembinn tennisleik þá leyfðum við okkur að splæsa í nudd og slökun í eftirmiðdagsgolunni á ströndinni.

We stayed three whole days in Playa del Carmen and at the end of our second day a couple of Icelandic girls checked into our hostel. These were the first Icelanders we had bumped into on our trip, less than a week before we left Central America. The girls, Ragnheiður and Hildur, are salsa dancing enthusiasts who had been traveling for a couple of months, making their way from Puerto Rico to Cuba via Costa Rica, Honduras, Guatemala, and Mexico. It was fun to meet them and we had a chuckle sharing travel stories and experiences, especially since they had visited many of the same places as us.

Við stoppuðum í þrjá heila daga í Playa del Carmen og í lok dags númer tvö þá komu tvær íslenskar stelpur á hostelið. Þetta voru fyrstu Íslendingarnir sem við rekumst á í allri ferðinni, tæpri viku áður en við yfirgefum Mið-Ameríku. Stelpurnar tvær, Ragnheiður og Hildur, eru miklar áhugamanneskjur um salsadans og voru búnar að vera á ferðalagi í tvo mánuði á leið sinni frá Puerto Rico til Kúbu, með viðkomu í Kosta Ríka, Hondúras, Guatemala og Mexíkó. Það var gaman að hitta þær og við gátum hlegið að ferðasögum hvers annars, sérstaklega þar sem þær voru búnar að heimsækja mikið af sömu stöðum og við.


Tuesday, November 16, 2010

History by the beach

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We got up at sunrise on Sunday morning, ready to take a ferry to Mexico. There was quite a strong wind blowing when we got to the pier and therefore the ocean was too rough for the small boat that was supposed to take us to San Pedro on nearby Ambergris Caye and our rendezvous with the luxury ferry to Chetumal, Mexico. We waited an hour until a larger boat arrived to take us the half an hour to San Pedro. In San Pedro we only stopped for a few minutes to change boats and to go through Belizean immigration. When you exit the country by boat you have to pay a departure tax of seven Belize dollars, which is a lot cheaper than the thirty seven Belize dollars you have to pay if you exit on land. So while the boat was a little more expensive than buses would have been, the whole trip ended up being cheaper, and much faster. The only problem was that the sea was pretty choppy on the way to Chetumal and the relatively small but comfortably equipped plastic boat was whizzing across the water at such speed that the front of the boat kept flying of the waves and slamming down again on the next one. The impact was sometimes so rough that we wondered if the boat might break in half at any second.

Við vöknuðum við sólarupprás á sunnudagsmorgni, tilbúin að taka ferju til Mexíkó. Það var ansi hvasst þegar við komum niður á bryggu og sjórinn var aðeins of úfinn fyrir litla bátinn sem átti að fara með okkur til San Pedro á Ambergris Caye þar sem við áttum stefnumót við lúxusferjuna til Chetumal í Mexíkó. Við biðum í klukkutíma þar til stærri bátur mætti á svæðið og skutlaði okkur hálftíma leið til San Pedro. Við stoppuðum bara í nokkrar mínútur í San Pedro til þess að skipta um bát og fara í gegnum vegabréfaskoðun í Belize. Þegar maður fer úr landi með bát þarf maður að borga sjö Belize dollara í brottfararskatt, sem er mikið ódýrara en þrjátíu og sjö dollararnir sem maður borgar ef maður fer yfir landamærin á þurru landi. Þannig að þótt báturinn væri örlítið dýrari en rútur hefðu verið, þá var ferðin öll ódýrari, og tók miklu styttri tíma. Eina vandamálið var að sjórinn var svolítið úfinn á leiðinni til Chetumal og þessi tiltölulega litli en þægilega útbúni bátur þaut yfir öldurnar á svo miklum hraða að framendinn lyftist af öldunum og skall svo niður á þeirri næstu. Höggið var stundum svo mikið að við veltum því fyrir okkur hvort báturinn gæti hreinlega brotnað hvað úr hverju.

The sunrise the day we left/ Sólarupprás daginn sem við fórum
After passing through immigration on the pier in Chetumal, we shared a taxi with another American passenger to the bus terminal and caught a bus ten minutes later to Tulum. The buses in Mexico are much nicer than in the rest of Central America and even though we were on an economy bus we had nice, comfortable, reclining seats and curtains covering the windows so we slept most of the way to Tulum. When we did arrive we found the Weary Traveler hostel we planned on staying was just a couple of blocks away and we were soon checked in and relaxing in their big courtyard. At the Weary Traveler they have a good cheap way of selling good food. When you buy your breakfast or dinner you cook your eggs and meat yourself. They then have all sorts of side dishes and condiments available so you can get a great meal for very cheap. You can also bring in your own food to make your meals even more delicious. After our meal we walked a little along the main street in Tulum, a wide boulevard lined with hotels, restaurants and souvenir shops.

Eftir að hafa farið í gegnum vegabréfaskoðun á bryggjunni í Chetumal þá tókum við leigubíl með öðrum farþega frá Bandaríkjunum á rútustöðina og tókum rútu tíu mínútum seinna til Tulum. Rúturnar í Mexíkó eru töluvert huggulegri en annars staðar í Mið-Ameríku og þó svo við værum í tiltölulega ódýrri rútu þá voru sætin þægileg og hægt að halla þeim aftur og draga fyrir gluggana svo við sváfum mest alla leiðina til Tulum. Þegar við komum á áfangastað komumst við að því að Weary Traveler hostelið þar sem við ætluðum að gista var bara örstutt frá og við vorum fljót að koma okkur fyrir og farin að slappa af í rúmgóðum garðinum. Þeir á Weary Traveler eru með sniðuga og ódýra leið í matsölu. Þegar maður kaupir morgunmat eða kvöldmat þá þarf maður að elda eggin og kjötið sjálfur. Þeir bjóða síðan upp á alls konar meðlæti og álegg svo maður fær góða máltíð mjög ódýrt. Það má líka koma með sinn eigin mat svo máltíðirnar geta orðið enn girnilegri. Eftir kvöldmáltíðina þá röltum við eftir aðalgötunni í Tulum, breiðgötu með hótelum, veitingastöðum og minjagripabúðum við hvert fótmál.
The next day, after enjoying breakfast, we hopped on the free bus that the hostel offers to the beach. The beach in Tulum is the whitest one we have ever seen. We walked further along the coast and headed to the ruins that have made Tulum famous. The Tulum ruins are very different from others we have visited, mainly because of their location right by the seaside. Some buildings are perched on cliffs right above the small beach underneath that can not be accessed except through the ruins. So you can combine a cultural outing and a trip to the beach. We have now reached an area that has much more tourists than where we have been and the ruins bear witness to this. Instead of the feeling of discovery we got in Tikal, this felt more like browsing the museums and monuments of Washington, DC. Apart from the tropical beaches of course. And then there were the Iguanas everywhere, we've never seen those in a museum.

Daginn eftir, þegar við vorum búin að fá okkur ljúffengan morgunmat, stukkum við með ókeypis rútunni sem hostelið býður uppá niður á strönd. Ströndin í Tulum er sú hvítasta sem við höfum nokkurn tíma séð. Við löbbuðum aðeins lengra meðfram sjónum og tókum stefnuna á rústirnar sem Tulum er þekkt fyrir. Rústirnar í Tulum eru mjög ólíkar öðrum sem við höfum heimsótt, aðallega vegna staðsetningarinnar við sjóinn. Sumar byggingarnar standa alveg við klettabrúnina fyrir ofan litla strönd sem er ekki hægt að komast á nema í gegnum rústirnar. Svo það er hægt að sameina menningu og ferð á ströndina. Við erum núna komin á svæði þar sem er mun meira af túristum en þar sem við höfum verið og rústirnar bera þess merki. Í stað þess að líða eins og við séum að uppgötva eitthvað eins og í Tikal þá er þetta líkara því að skoða söfnin og minnismerkin í Washington, DC. Fyrir utan hitabeltisstrendurnar auðvitað. Og svo voru Iguana eðlurnar út um allt, við höfum aldrei séð þær á safni.


After our visit to the ruins we walked back to the beach and sunbathed for a little while. Later the wind picked up though and some clouds started to obscure the sun, so we ended up grabbing a taxi back to the hostel earlier than we had intended. During the evening we had another great meal and relaxed in hammocks in the courtyard. We were really starting to get the hang of the relaxing Caribbean way of life.

Eftir heimsóknina í rústirnar þá röltum við aftur niður á ströndina og lögðumst aðeins í sólbað. Seinna fór samt aðeins að hvessa og skýin fóru að slæðast fyrir sólina svo á endanum tókum við leigubíl aftur á hostelið örlítið fyrr en við höfðum ætlað. Um kvöldið fengum við okkur aðra ljúffenga máltíð og slökuðum á í hengirúmum í garðinum. Við erum að verða ansi sjóuð í þessum afslappaða karabíska lífsstíl.




Sunday, November 14, 2010

Go Slow

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

From San Ignacio we hopped on a chicken bus bound for Belize City. We figured that these buses are safe enough for travel in the relative flatness of Belize, as opposed to the highlands of Guatemala where they always looked like they were about to flip over as they hugged the mountainsides. The atmosphere on the bus was fun. There was reggae music playing and everyone knew the words and grooved along. One rastafarian even boarded with a drum and started to play along to some of the songs. As we got closer to the city we saw more and more evidence of hurricane Richard that had hit the city about a week earlier. A lot of trees were laying by the side of the road and some houses were fairly beat up. Even way up in San Ignacio we had seen some newly broken trees that we can only assumed were toppled by Richard. The trip took about two and a half hours and we arrived in Belize City just as a rain shower was clearing. The ferry terminal was only a five minute taxi trip through the centre of Belize city. What little we saw of the city wasn't exactly enchanting, although it wasn't as bad as some people had made it sound. The ferry over to Caye Caulker took about forty five minutes in a fairly fast boat powered by three powerful looking outboard motors.

Frá San Ignacio stukkum við um borð í kjúklingarútu til Belize City. Við hugsuðum sem svo að þessar rútur hljóti að vera nógu öruggar til þess að ferðast í tiltölulegri flatneskjunni í Belize, en kannski ekki í hálöndum Guatemala þar sem þær litu út fyrir að þær myndu velta á hverri stundu þar sem þær brunuðu eftir fjallshlíðunum. Stemmningin í rútunni var skemmtileg. Það var spiluð reggí-tónlist og allir kunnu textana og dilluðu sér með. Það kom meira að segja einn rastafari um borð með trommu og trommaði með nokkrum lögum. Þegar við vorum að nálgast borgina þá fórum við að taka eftir ummerkjum eftir fellibylinn Richard sem fór yfir borgina fyrir viku. Mörg tré lágu fallin við vegarkantinn og sum húsin voru svolítið illa farin. Meira að segja lengst uppi í San Ignacio höfðum við séð nokkur ný-fallin tré sem við gerum ráð fyrir að Richard hafi fellt. Rútuferðin tók um það bil tvo og hálfan tíma og við komum til Belize rétt um það bil sem einum rigningarskúr lauk. Það tók okkur bara fimm mínútur að fara á leigubíl í gegnum miðbæinn og niður að ferjuhöfninni. Það litla sem við sáum af borginni var svo sem ekki mjög heillandi, en samt ekki eins slæmt og sumir höfðu sagt okkur. Siglingin til Caye Caulker tók fjörutíu og fimm mínútur á frekar hraðskreiðum bát knúnum af þremur utanborðsmótorum.


From the moment we stepped on Caye Caulker we could feel that we had now begun the tropical section of our trip. Gone are the days of authentic Maya villages in the highlands and from now on we'll be laying on sandy beaches and exploring coral reefs. The Caye is just a narrow, flat, tropical island with white sandy beaches and blue ocean on all sides. We let a local golf-cart taxi driver help us to find us a hotel in the centre of town, just across the narrow main street from the beach. Our room on the first floor of the Tropic hotel would be our home for the next five days.

Um leið og við stigum á land á Caye Caulker fundum við það að nú var hafin sólarlandahlutinn af ferðinni. Við erum hætt að skoða hefðbundin Mayaþorp uppí fjöllum og munum héðanaf sleikja sólina á hvítum sandströndum og skoða okkur um á kóralrifum. Caye Caulker er í raun bara mjög, flöt, sólarlandaeyja með hvítum ströndum og heiðbláum sjó í allar áttir. Við leyfðum golfbílaleigubílstjóra að hjálpa okkur að finna hótel í miðjum bænum, rétt hinum megin við götuna frá ströndinni. Herbergið okkar á fyrstu hæðinni á Tropic hótelinu yrði heimili okkar næstu fimm daga.


The town of Caye Caulker can easily be explored in a couple of hours since it is just three streets running a just over a kilometre lengthwise along the north tip of the island and some cross streets connecting them. To walk from the ocean side of the island to the mainland side only takes about five minutes where the town is widest. At the north end of this little town is The Split, a small channel separating the two parts of Caye Caulker. The Caye used to be one island but a hurricane split the island in two in the sixties and now the northern island is still mostly undeveloped. The Split is also the most popular swimming and sunbathing place on the island since the ocean floor here is not covered with seagrass like in other places along the beach. We spent a couple of days laying around on the beaches and piers at The Split and swimming in the strong current that forms there when the tide is moving either in or out.

Það er auðvelt að skoða Caye Caulker þorpið á tveimur tímum því það er bara þrjár götur sem liggja rúman kílómetra langsum eftir norðurenda eyjarinnar og svo nokkrar þvergötur sem tengja þær. Það tekur bara fimm mínútur að labba frá úthafshliðinni á bænum að hliðinni sem snýr að landi þar sem eyjan er breiðust. Við norðurendann á bænum er The Split, lítið sund sem skiptir Caye Caulker eyjunni í tvo hluta. Caye var ein eyja en fellibylur skipti eyjunni í tvennt á sjöunda áratugnum og nyrðri eyjan er núna að mestu óbyggð. The Split er líka vinsælasti sund- og sólbaðsstaðurinn á eyjunni því þar er sjávarbotninn ekki þakinn sjávargrasi eins og annars staðar meðfram ströndinni. Það fóru þó nokkrir klukkutímar hjá okkur í það að liggja á ströndunum og bryggjunum við The Split og í að synda í straumnum sem myndast þar þegar það er að falla að eða flæða út.


Caye Caulker is a very popular spot for both diving and snorkeling and since we weren't allowed to dive we thought we'd snorkel a little bit. We chose to do a half day tour to the coral reef that is about a kilometer and a half outside the shore of the town. We had been holding out for a nice sunny day to see the coral and its inhabitants in all its colorful glory. When we booked our afternoon tour things were looking good as the sun was shining although it was a bit windy. As we were getting ready to board our boat the clouds began to form though and the signs weren't quite as promising. We sailed out along with two other couples and our two guides to our first spot. In this spot the bottom was sandy and we stopped there to see stingrays. We jumped into the water and into the middle of a group of stingrays of all sizes. It was pretty amazing to see so many of them flying through the ocean amongst some other tropical fish. We also saw a large barracuda, or the silver bullet as the locals call it.

Caye Caulker er mjög vinsæll staður til þess að kafa og snorkla og fyrst við megum ekki kafa þá ákváðum við að snorkla smá í staðinn. Við völdum að fara í hálfs dags ferð að kóralrifinu sem er um það bil einn og hálfan kílómeter frá ströndinni í bænum. Við vorum búin að bíða eftir sólríkum degi svo við sæjum kóralinn og íbúana þar í allri sinni litadýrð. Þegar við bókuðum eftirmiðdagsferð þá var útlitið gott því sólin skein skært þó svo það væri smá vindur. Þegar við vorum um það bil að fara um borð í bátinn fór að þykkna yfir og útlitið var ekki alveg eins gott. Við sigldum út ásamt tveimur öðrum pörum og leiðsögumönnunum okkar tveimur að fyrsta staðnum. Þar var sandur í botninum og við stoppuðum þar til þess að sjá skötur. Við hoppuðum úr bátnum og beint í miðjan hóp af skötum í öllum stærðum. Það var magnað að sjá þær fljúga um sjóinn umkringdar öðrum hitabeltisfiskum. Við sáum líka stórann barracuda fisk, eða silfurkúluna eins og heimamenn kalla hann.

Barracuda
Sting Ray
Stingrays/  Skötur

When we got out of the water and back on the boat after about half an hour of snorkeling the sun had gone into hiding behind a cloud and the wind therefore cooled us down pretty quickly. We wrapped ourselves in something dry and continued on to the next snorkeling spot. This time we anchored right next to the coral reef. We spent another half an hour swimming amongst the small coral "islands" looking to see as many of the colorful inhabitants as possible. There are so many different species of fish on these reefs that we quickly lost count how many species we had seen and even now we can't remember whether we have seen certain species or not. The best way to see new species was to simply lie still in the water and stare at the coral. Soon you would see different fish that you hadn't noticed before or that hadn't dared to come out while you were splashing around next to their home.

Þegar við komum aftur um borð í bátinn eftir sirka hálf tíma útí þá var sólin komin á bakvið ský og vindurinn kældi okkur ansi fljótt. Við vöfðum okkur í eitthvað þurrt og héldum áfram að næsta stað. Í þetta skiptið fleygðum við akkeri alveg við kóralrifið. Við vorum aftur í hálftíma að synda á milli lítilla "kóraleyja" að reyna að finna eins marga litríka íbúa þeirra og við gátum. Það eru svo margar tegundir af fiskum þarna að við misstum fljótt tölu á því hversu margar við höfðum séð og meira að segja núna munum við ekki alltaf hvort við höfum séð ákveðna tegund eða ekki. Besta leiðin til þess að sjá nýjar tegundir var að liggja hreyfingarlaus og stara á kóralinn. Smám saman fór maður að sjá alls konar fiska sem maður hafði ekki séð áður eða sem þorðu ekki að sýna sig á meðan maður buslaði við innganginn hjá þeim.

Source
Source
Source
Source
The wind slowly picked up during our trip and after our second stop we were all really cold by the time we got back on the boat. Bjarki had also gotten sea sick from the choppy water and when he inhaled some sea water his stomach churned and he threw up in the ocean. Later, after doing some final snorkeling before we got too cold to go in again, Bjarki threw up from the boat as well. All in all a pretty eventful snorkeling trip. We bought a cheep waterproof film camera but unfortunately the cloudy sky meant that most of the pictures were too dark.

Á meðan á ferðinni stóð bætti smám saman í vindinn og þegar við komum í annað skiptið uppí bátinn þá var öllum orðið ansi kalt. Bjarki var líka orðinn sjóveikur í úfnum sjónum og þegar hann andaði að sér smá sjó þá fékk maginn nóg og hann ældi í sjóinn. Seinna, þegar við vorum búin að snorkla í þriðja og síðasta skipti, þá gubbaði Bjarki líka úr bátnum. Semsagt ansi viðburðarrík snorklferð. Við keyptum okkur ódýra vatnshelda filmuvél en því miður var lýsingin ekki sú ákjósanlegasta svo að flestar myndirnar voru of dökkar.

On the way back from the snorkeling trip/ Á leiðinni til baka úr snorklferðinni

The motto of Caye Caulker is "Go Slow" and we definitely adhered to that while we visited. We spent five days there instead of the three that we had planned, and we enjoyed every minute of it. The weather got a little windy and we got some heavy rain a couple of times but mostly we just relaxed in sunny weather, slept till noon and eat some great food at night. The lobster season is just ending right now and we must have had lobster around once a day while we were in town. Although it is still the most expensive option on most menus, you can get great lobster fairly cheap from one of the many street barbecues that line the seaside just outside the Tropic hotel. All the locals on Caye Caulker are very friendly and they are the reason for the relaxed atmosphere. The one problem we had was that someone stole Bjarki's flip-flops when we left them outside our hotel-room door to dry. The staff at the hotel couldn't really be bothered either to look through the security video to try to find them again. The answer we got was that they had looked at the tapes from the camera pointed directly at our room and seen nothing. The shoes therefore must have just vanished.

Mottóið á Caye Caulker er "Go Slow" og við fórum klárlega eftir því að meðan við vorum í heimsókn. Við vorum þar í fimm daga í staðinn fyrir þrjá eins og við höfðum ætlað og nutum hverrar mínútu. Það var svolítill vindur og það rigndi tvisvar mjög hressilega en mestallan tímann nutum við sólríkra daga, sváfum til hádegis og borðuðum góðan mat á kvöldin. Humartímabilinu er að ljúka og við fengum okkur humar að meðaltali einu sinni á dag. Þó svo humar sé það dýrasta á matseðlinum þá er hægt að fá frábæran humar mjög ódýrt á einhverjum af götugrillstöðunum sem standa við sjóinn rétt hjá Tropic hótelinu. Heimamenn á Caye Caulker eru mjög vinalegir og þess vegna er andrúmsloftið á eyjunni mjög afslappað. Eina sem angraði okkur var að einhver stal sandölunum hans Bjarka fyrir utan hótelherbergið okkar þar sem við höfðum skilið þá eftir til að þorna. Starfsfólkið á hótelinu nennti líka lítið að eyða tíma sínum í að skoða myndböndin úr öryggismyndavélunum til þess að reyna að finna þá. Svarið sem við fengum var að það hefði verið farið yfir öryggismyndavélina sem beindist beint að herberginu okkar og þau hefðu ekki séð neitt. Skórnir gufuðu semsagt bara upp.


There were definitely some interesting characters among the locals. One rastafarian attracted more attention than most, wearing palm-leaf helmets and shouting greetings to every passing tourist. Another got us to help him send some e-mails to a couple of foreign ladies, all of them that he apparently loves. There were also the rather heavy set Francine and Roger who both had street barbecues along the beach. Both can be recommended if you go to Caye Caulker, which you should.

Á eyjunni voru klárlega nokkrir mjög skemmtilegir karakterar. Einn rastafari dró að sér meiri athygli en flestir þar sem hann hrópaði kveðjur að túristunum með hjálm úr pálmalaufum. Annar fékk okkur til þess að senda fyrir sig e-mail til nokkurra útlenskra kvenna, sem hann virðist elska allar saman. Það voru líka hin frekar þéttvöxnu Francine og Roger sem áttu bæði götugrillstaði við ströndina. Það er óhætt að mæla með þeim báðum ef þú ferð til Caye Caulker, sem þú ættir klárlega að gera.
 
Our hotel/ hótelið okkar


Related Posts with Thumbnails